top of page
Search
  • Writer's pictureSolveig

Jólafrí

Þetta óvenjulega ár er nú senn á enda. Við hjá Tannréttingum sf erum þakklátar fyrir æðruleysi og þolinmæði ykkar sem til okkar hafa komið.

Ótrúlega vel hefur gengið að halda allar sóttvarnarreglur, fjöldatakmarkanir á biðstofu og fjarlægðarmörk. Við höfum séð krakkana okkar vaxa og þroskast, yngstu kynslóðina skottast eina upp til okkar á meðan skutlari dagsins hefur beðið í bílnum á meðan og framhaldsskólanemarnir hafa mætt til okkar með heyrnatól í eyrunum til að geta fylgst með fjarkennslustund á meðan þau koma í stólinn til okkar. Mikið höfum við lært á árinu og við hlökkum til nýs árs með okkar frábæra starfsfólki og viðskiptavinum.

Nú er stofan komin í jólafrí, við opnum aftur þriðjudaginn 5. janúar kl 08:00.


Gleðileg jól öllsömul og farsælt komandi ár!

91 views0 comments

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page