top of page
Search
  • Writer's pictureSolveig

Stofan opnar aftur 4. maí

Eins og flest ykkar vita rýmka aftur reglur um samkomubann þann 4. maí. Því megum við opna stofuna aftur og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Eins og gefur að skilja eru ansi margir sem misstu af tímunum sínum vegna lokunarinnar og við erum að vinna okkur í gegnum bókanirnar til að finna nýja tíma fyrir alla. Þetta getur tekið svolítinn tíma svo við þökkum ykkur fyrir þolinmæðina. Við hlökkum mikið til að sjá ykkur aftur!

Athugið þó að enn eru reglur um samkomubann í gildi og því þarf að virða 2 metra regluna áfram og fjöldatakmarkanir á biðstofunni. Því viljum við biðja alla þá sem treysta sér til að koma án fylgdarmanns að gera það og að hámarki einn fylgi hverju ungu barni.36 views0 comments

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page