top of page

KOSTNAÐUR

Kostnaður vegna tannréttingameðferðar er breytilegur og fer eftir umfangi skekkjunnar. Áður en tannréttingameðferð hefst er gerð kostnaðaráætlun fyrir hvert tilfelli.

GAGNATAKA OG GREINING

Tekið er þrívíddarskann, röntgenmyndir, ljósmyndir og framkvæmd klínísk skoðun og skráning. Gögn eru greind og meðferðaráætlun rædd.  Stundum þarf að taka mát fyrir góm og einnig getur þurft frekari myndatöku. Kostnaður er á bilinu 64 til 74 þúsund krónur.

MEÐFERÐ MEÐ LAUSUM TÆKJUM

Forréttingar með lausum tækjum svo sem gómum og beislum. Kostnaður er á bilinu 250 til 400 þúsund. Í sumum tilfellum er hér hægt að fá hluta meðferðar greidda frá Sjúkratryggingum Íslands.

MEÐFERÐ MEÐ FÖSTUM TÆKUM

Kostnaður við meðferð með föstum tækjum í báða góma er á bilinu 900 til 1400 þúsund krónur. 
Kostnaður við meðferð með föstum tækjum í annan góminn er á bilinu 600 til 900 þúsund.
Gerð er kostnaðaráætlun fyrir hvert tilfelli fyrir sig.

INVISALIGN MEÐFERÐ

Kostnaður við meðferð með glærum Invisalign tannréttingaskinnum er 600 til 950 þúsund.

GREIÐSLUR FRÁ SJÚKRATRYGGINGUM

Sjúkratryggingar Íslands greiða hluta kostnaðar við nauðsynlegar tannréttingar samkvæmt ákvæðum IV. og V. kafla reglugerðar 451/2013. Skilyrði er að þjónustan sé veitt af sérfræðingi í tannréttingum.


Kafli V í reglugerð nr. 451/2013

Þessi kafli hefur tekið breytingum sem gilda frá og með 1. september 2023. Sjúkratryggingar Íslands veita styrk að upphæð kr. 290.000 vegna tannréttingameðferðar með föstum spöngum á a.m.k. 10 fullorðinstennur annars gómsins en kr. 430.000 vegna slíkrar meðferðar beggja góma. Skilyrði er að meðferð með föstum tækjum hefjist fyrir 21 árs aldur og að viðkomandi hafi ekki áður fengið styrk vegna tannréttinga. Styrkir eru greiddir til tannréttingasérfræðings undir kennitölu sjúklings jafn óðum og kostnaður fellur til uns styrkupphæðin er að fullu endurgreidd.

Kafli IV í reglugerð nr. 451/2013

Ef einstaklingur er með klofinn góm, meðfædda vöntun margra fullorðinstanna eða sambærilega alvarlegan vanda.

Í þessum tilvikum greiða Sjúkratryggingar Íslands 95% kostnaðar. 

GREIÐSLULEIÐIR

Almennt er gert ráð fyrir því að hver tími sé greiddur samdægurs, ýmist á staðnum eða með greiðsluseðli í heimabanka. Hins vegar getur kostnaður verið mismunandi milli heimsókna. Til að jafna greiðsluálag er einnig hægt að vera með jafnar mánaðarlegar greiðslur í heimabanka.
Veittur er 10% systkinaafsláttur ef systkini eru samtímis í meðferð með föstum tækjum.
Þegar barn býr á tveimur heimilum ber forráðamaður barnsins ábyrgð á greiðslum.

Kostnaður: List
bottom of page