top of page

LOK MEÐFERÐAR

Þegar markmiðum meðferðarinnar hefur verið náð og við erum ánægð með stöðu tanna og samanbit eru föst tæki fjarlægð eða notkun lausra tækja hætt. Ef um meðferð fastra tækja var að ræða þarf að setja stoðvír aftan við fram- og augntennur í báðum gómum. Einnig þarf að styðja við jaxla og forjaxla efri góms með lausum gómi. Gómurinn er venjulega notaður á nóttunni í tvö ár eftir að meðferð lýkur, en fyrstu mánuðina þarf þó að nota góminn allan sólarhringinn.

STOÐBOGAR

Stoðbogar eru festir aftan við fram- og augntennur í báðum gómum.  Ef stoðbogi losnar þá er mikilvægt að hafa samband við okkur svo hægt sé að festa hann aftur.

Female white toothy smile
Dental x-ray

STOÐPLÖTUR

Þegar virkri tannréttingameðferð lýkur eru tennur komnar á sinn stað en eiga eftir að fá tíma til að ná stöðugleika aftur eftir færsluna. Því er afar mikilvægt að fylgja nákvæmlega fyrirmælum um notkun stoðgómsins og láta strax vita ef eitthvað kemur upp á.

GÓMGLÆRA

Í sumum tilvikum hentar betur að halda við tennurnar með glærum plastskinnum (Essix). Fara þarf vel eftir fyrirmælum um notkun skinnunnar.

Dental Tools in Pocket
Lok meðferðar: Articles & Resources
bottom of page