top of page

ÞJÓNUSTA

Hér má sjá hvernig ferlið er hjá okkur frá því þú kemur í fyrstu skoðun og þar til þú útskrifast frá okkur.

FYRSTA SKOÐUN

Í fyrstu heimsókn þinni skoðum við stöðu tanna og samanbit og metum meðferðarþörf. Við ræðum þá meðferðarmöguleika sem í boði eru og ýmis hagnýt atriði, svo sem áætlaðan meðferðartíma og kostnað. Þegar tímabært er að hefja meðferð færðu tíma í gagnatöku. Það kostar ekkert að koma í fyrstu skoðun og spjall nema ef ákveðið verði í sameiningu að taka röntgenmynd til að sjá betur stöðuna.

At the Dentist
3shape.jpg

GAGNATAKA

Ef þú vilt hefja tannréttingameðferð er fyrsta skrefið að koma í gagnatökutíma. Teknar eru röntgenmyndir af tönnum og kjálkum, ljósmyndir af andliti og tönnum og tennur eru skannaðar með þrívíddarskanna. Að auki fer fram nákvæm skoðun og skráning á tönnum og biti. Þessi gögn eru tekin til að meta ástand tanna og bits. Þessi gögn eru nauðsynleg svo hægt sé að gera fyrir þig meðferðar og kostnaðaráætlun og einnig til að fylgjast með breytingum sem verða á tönnum þínum og biti á meðan á meðferð stendur.

UPPHAF MEÐFERÐAR

Meðferðaráætlunin er unnin út frá greiningu á gögnunum og klínískri skoðun. Áður en meðferðin hefst kynnum við meðferðaráætlunina fyrir þér og ræðum ýmsa þætti hennar, svo sem virkni, umhirðu, tímalengd og kostnað. Við hvetjum þig til að spyrja spurninga, því að meðferðin gengur best þegar góður skilningur er á því hvernig hinir ýmsu þætti tækjanna virka. Í þessum tíma eru svo tannréttingatækin oft sett upp og meðferð hefst formlega.

At the Dentist
ORTHODONTIC-1.jpg

TANNRÉTTINGAMEÐFERÐ

Tannréttingameðferðin sjálf getur verið af ýmsum toga. Hvaða gerð meðferðar verður fyrir valinu fer eftir tannþroska, bitskekkju og vexti. Hjá börnum er oftast um að ræða svokallaða vaxtaraðlögunarmeðferð með lausum tækjum. Það getur þurft ef um til dæmis krossbit er að ræða þar sem neðri kjálki þvingast til hliðar eða fram við samanbit. Hjá ungmennum og fullorðnum er einnig stundum notast við laus tæki en oftast þarf annað hvort föst tannréttingatæki, spangir, eða glærar tannréttingaskinnur, Invisalign.

INVISALIGN MEÐFERÐ

Í sumum tilvikum er hægt að rétta tennur án þess að nota spangir. Þess í stað eru þá notaðar glærar plastskinnur frá Invisalign. Skinnumeðferðin hentar oft vel í fullorðnum einstaklingum og stálpuðum unglingum, þar sem allar fullorðinstennur eru komnar í munn og bitskekkja er ekki mjög mikil. Skinnumeðferðin hefur þá kosti að vera ekki mjög áberandi og auðveldara er að halda tönnunum hreinum en í hefðbundinni spangarmeðferð. Nánari upplýsingar um Invisalign meðferð má fá með því að fylgja hlekknum hér fyrir neðan.

invisalign.jpg.webp
Photo Studio Lights

MYNDATÖKUR

Röntgenmyndir eru teknar í upphafi og við lok meðferðar og einnig til að fylgjast með gangi meðferðar og heilbrigði tanna, róta og beins.  Ljósmyndir eru teknar í upphafi og við lok meðferðar og oftar ef þurfa þykir. Einnig tökum við röntgenmyndir að beiðni tannlækna.

LOK MEÐFERÐAR

Þegar markmiðum meðferðarinnar hefur verið náð og við erum ánægð með stöðu tanna og samanbit eru föst tæki fjarlægð eða notkun lausra tækja hætt. Ef um meðferð fastra tækja var að ræða þarf að setja stoðvír aftan við fram- og augntennur í báðum gómum. Einnig þarf að styðja við jaxla og forjaxla efri góms með lausum gómi. Gómurinn er venjulega notaður á nóttunni í tvö ár eftir að meðferð lýkur, en fyrstu mánuðina þarf þó að nota góminn allan sólarhringinn.

Beautiful Smile
Perfect Smile

EFTIRLIT

Þegar þú hefur lokið virkri tannréttingameðferð er nauðsynlegt að þú komir í eftirlit. Þá fylgjumst við með stöðu tanna þinna og bits og metum hvernig gengur að nota stoðtækin. Fyrsta heimsókn eftir að stoðtækjum hefur verið komið fyrir er ca 2 mánuðum seinna. Eftir það er lengri tími látinn líða milli heimsókna og tveimur árum eftir að virkri meðferð lauk eru teknar loka ljósmyndir og eftirliti hætt. Þó búið sé að útskrifa þig mátt þú alltaf koma aftur ef þú hefur áhyggjur af stöðu tanna eða stoðbogum aftan á tönnum.

KOSTNAÐUR

Kostnaður vegna tannréttingameðferðar er breytilegur og fer eftir umfangi skekkjunnar. Áður en tannréttingameðferð hefst er gerð kostnaðaráætlun fyrir hvert tilfelli. Sjá nánar um kostnað og endurgreiðslu sjúkratrygginga.

Blonde Smile
Þjónusta: Services
bottom of page