top of page

UPPHAF MEÐFERÐAR

Meðferðaráætlunin er unnin út frá greiningu á gögnunum og klínískri skoðun. Áður en meðferðin hefst kynnum við meðferðaráætlunina fyrir þér og ræðum ýmsa þætti hennar, svo sem virkni, umhirðu, tímalengd og kostnað.

EKKI HIKA VIÐ AÐ SPYRJA

Við hvetjum þig til að spyrja spurninga, því að meðferðin gengur best þegar góður skilningur er á því hvernig hinir ýmsu þætti tækjanna virka.

VILTU BYRJA STRAX?

Ef þú ert viss um að þú viljir byrja strax í tannréttingu er hægt að nýta þennan tíma til að setja upp tannréttingatækin og hefja meðferð. Athugaðu að ef svo er þarf að taka þetta fram þegar tíminn er bókaður svo hægt sé að áætla nægan tíma og hafa allt tilbúið fyrir þig þegar þú kemur.

Upphaf meðferðar: List
bottom of page