top of page

VIRK MEÐFERÐ

Tannréttingameðferðin sjálf getur verið af ýmsum toga. Hvaða gerð meðferðar verður fyrir valinu fer eftir tannþroska, bitskekkju og vexti. Hjá börnum er oftast um að ræða svokallaða vaxtaraðlögunarmeðferð með lausum tækjum. Það getur til dæmis þurft ef um til dæmis krossbit er að ræða þar sem neðri kjálki þvingast til hliðar eða fram við samanbit. Hjá ungmennum og fullorðnum er einnig stundum notast við laus tæki en oftast þarf annað hvort föst tannréttingatæki (spangir) eða glærar tannréttingaskinnur (Invisalign).

LAUS TÆKI

Þetta eru tæki sem hægt er að taka úr sér. Gómar eru hér lang algengastir og eru af nokkrum gerðum. Einnig eru stundum notuð beisli, ýmist afturtogsbeisli eða framtogsbeisli. Nánari upplýsingar um laus tæki má sjá hér.

Female white toothy smile
Dental x-ray

FÖST TÆKI

Fastar spangir eða „teinar“ eru tannréttingatæki sem límd eru föst á tennur. Þetta eru nokkurs konar „handföng“ á tennurnar sem gera okkur kleift að færa þær til eftir þörfum. Sjá nánari lýsingu á föstum spöngum hér

INVISALIGN

​Í sumum tilvikum er hægt að rétta tennur án þess að nota spangir. Þess í stað eru notaðar glærar plastskinnur frá Invisalign.

Skinnumeðferðin hentar oft vel í fullorðnum einstaklingum og stálpuðum unglingum, þar sem allar fullorðinstennur eru komnar í munn og bitskekkja er ekki mjög mikil. Skinnumeðferðin hefur þá kosti að vera ekki mjög áberandi og auðveldara er að halda tönnunum hreinum en í hefðbundinni spangarmeðferð. Nánari  upplýsingar um Invisalign meðferð má á www.invisalign.com.

Female white toothy smile
Virk meðferð: Articles & Resources
bottom of page