top of page

FYRSTA SKOÐUN

Í fyrstu heimsókn þinni skoðum við stöðu tanna og samanbit og metum meðferðarþörf. Við ræðum þá meðferðarmöguleika sem í boði eru og ýmis hagnýt atriði, svo sem áætlaðan meðferðartíma og kostnað. Þegar tímabært er að hefja meðferð færðu tíma í gagnatöku. Það kostar ekkert að koma í fyrstu skoðun og spjall nema ef ákveðið verði í sameiningu að taka röntgenmynd til að sjá betur stöðuna.

BÖRN ÞURFA FYLGD

Ef um er að ræða barn undir 18 ára aldri er nauðsynlegt að foreldri eða forráðamaður komi með í þessa fyrstu skoðun. Ef aðstæður eru þannig að forráðamaður kemst alls ekki með í þennan tíma þarf að láta vita fyrirfram og við munum þá ræða saman í síma að skoðun lokinni.

ENGIN SKULDBINDING

Engin skuldbinding felst í því að koma í fyrstu skoðun.

Fyrsta skoðun: List
bottom of page