top of page
jlong-1409_11-105_49774056723_o.jpg

SAGA STOFUNNAR

Tannréttingar í 40 ár!

Tannréttingar sf er fjölskyldufyrirtæki sem rekur sögu sína aftur til ársins 1979. Þá hóf Guðrún Ólafsdóttir eigin rekstur eftir sérnám í tannréttingum við Tannlæknaskólann í Kaupmannahöfn. Stofan var fyrst til húsa við Miðstræti 12 í Reykjavík, en flutti fljótlega að Rauðarárstíg 3. Árið 1987 flutti stofan svo á efstu hæð nýbyggingar að Snorrabraut 29 og þar höfum við verið síðan.


Sigrún og Solveig Hulda eru dætur Guðrúnar og eru báðar sérfræðingar í tannréttingum. Solveig stundaði sérnám við Radboud University Medical Center í Nijmegen í Hollandi og útskrifaðist þaðan sem tannréttingasérfræðingur árið 2005. Sigrún útskrifaðist sem tannréttingasérfræðingur frá Tannlæknaháskólanum í Árósum árið 2006.


Við mæðgurnar störfuðum allar saman á Snorrabrautinni í nokkur ár en árið 2014 hætti Guðrún störfum sökum virðulegs aldurs eftir farsælan starfsferil. Við systurnar höfum rekið stofuna síðan.

Saga stofunnar: About
Saga stofunnar: Gallery
bottom of page