top of page

MYNDATÖKUR

Tannréttingameðferð kallar á margs konar gagnatöku á hinum ýmsu stigum meðferðarinnar. Til dæmis eru röntgenmyndir teknar bæði í upphafi og við lok meðferðar, en einnig til að fylgjast með gangi meðferðar og heilbrigði tanna, róta og beins. Ljósmyndir eru teknar í upphafi og við lok meðferðar og oftar ef þurfa þykir.

KJÁLKABREIÐMYND

Kjálkabreiðmynd gefur góða yfirsýn yfir stöðu tanna í kjálkabeininu og ástand róta og beins. Þessi mynd er alltaf tekin við upphaf og lok meðferðar en einnig reglulega á meðferðartímanum

Orthopan.jpg
Profilmynd.jpg

HLIÐARRÖNTGENMYND

Á þessari mynd má meðal annars greina kjálkaafstöðu og halla framtanna í beini. Hún er tekin við upphaf og lok meðferðar og eftir þörum á meðferðartímanum.

ÞRÍVÍDDARMÁT

Tennur, tannhold og bit er skannað með sérstökum skanna og þrívítt tölvulíkan gert af tönnunum. Þessi tækni kemur í stað máttöku sem áður þurfti til og er mun þægilegri. Þetta er gert við upphaf og lok meðferðar.

DN_3shape_2.jpg
Female white toothy smile

LJÓSMYNDATAKA

Ljósmyndir af andliti, tönnum og biti eru teknar við upphaf og lok meðferðar.

ÞRÍVÍDDARRÖNTGENMYND

Í sumum tilvikum þarf að taka sérhæfðar tölvusneiðmyndir. Notast er við CBCT tækni sem felur í sér töluvert minni geislun en hefbundin sneiðmyndataka.

cbct2.png
Handrontgenmynd.jpg

HANDRÖNTGENMYND

Til að meta vöxt eru stundum teknar röntgenmyndir af höndum. Þetta á sérstaklega við þegar verið er að fylgjast með hvenær vexti lýkur áður en gerðar eru kjálkaaðgerðir.

Myndatökur: Articles & Resources
bottom of page